Árið 2024 var endurgjald lækkað í fjórum úrskurðum úrskurðarnefndar lögmanna og fundið að störfum lögmanna átta sinnum. Sjö áminningar voru veittar og þar af fékk einn lögmaður fimm. Lagt var til að sýslumaður felldi niður réttindi lögmannsins tímabundið en ekki var orðið við beiðni úrskurðarnefndar.

Metfjöldi mála

Alls bárust 64 mál til úrskurðarnefndar lögmanna árið 2024 og hafa aldrei verið fleiri á einu ári. Árið 2023 bárust 51 mál sem einnig var met og tókst að ljúka 31 máli það ár en 20 mál voru afgreidd árið 2024.

Af þeim málum sem bárust nefndinni á árinu 2024 voru 16 afturkölluð en sex málum var vísað frá án úrskurðar á upphafsstigum málsmeðferðar. Tvö mál voru sameinuð og úrskurðað í 21 máli. Alls voru því 47 úrskurðir kveðnir upp á árinu 2024, samanborið við 31 úrskurð á árinu 2023. 

47 úrskurðir kveðnir upp á árinu 2024

Fundið að og áminnt

Í málum varðandi ágreining um endurgjald vegna lögmannsstarfa var það lækkað í fjórum úrskurðum. Þá var fundið að störfum lögmanna átta sinnum í sex úrskurðum í málum er lutu að kvörtunum vegna meintra brota lögmanns á lögum eða siðareglum lögmanna.

Nefndin veitti lögmönnum áminningar vegna framgöngu í starfi í sjö tilfellum í sex úrskurðum en þar af hlaut einn lög-maður fimm áminningar. Af því tilefni lagði úrskurðarnefnd til við sýslumann að mál-flutningsréttindi lögmannsins yrðu felld niður tímabundið til tveggja ára. Sýslumaður ákvað hins vegar að verða ekki við tillögunni.

Eyrín Ingadóttir – aðstoðarritstjóri