Í vikunni hófst fyrri hluti námskeiðs til undirbúnings prófi til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður en um er að ræða 45 réttindanámskeiðið sem haldið er frá árinu 2000 þegar nýtt fyrirkomulag réttindaöflunar tók gildi. Námskeiðin eru haldin tvisvar á ári og standa alla jafna yfir í um tvo mánuði.
Á yfirstandandi námskeiði eru 28 nýskráðir lögfræðinga, 11 karlar og 17 konur, en auk þeirra eru 14 skráð í endurtöku á einstökum prófum.
Síðastliðið vor útskrifuðust 30 lögmannsefni af námskeiðinu, 18 karlar og 12 konur eða 40,5% þeirra sem skráð voru til þátttöku.
Námskeiðið er að þessu sinni haldið í sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1, svo segja má að allt sé í blóma á hdl. námskeiðinu!
Eyrún Ingadóttir