Nú á vormisseri hafa 114 manns sótt alls fimm grunnnámskeið um notkun gervigreindar fyrir lögfræðinga sem Berglind Einarsdóttir, lögfræðingur og upplýsingafræðingur hjá Bentt, hefur kennt. Berglind fór m.a. yfir muninn á því að nota ChatGPT, Gemini hjá Google og Copilot hjá Microsoft og útskýrði hvernig hægt væri að nota „bots“ eða kóða til að þrengja verksvið ChatGPT.
Berglind sagði mikilvægt að gefa gervi-greindinni skýr fyrirmæli, ramma spurningar inn og vera kurteis. Lögmenn gætu til dæmis notað hana til að undirbúa sig fyrir mál-flutning með því að biðja gervigreindina um að koma með rök með og á móti, gera greiningar á skjölum og skýrslum, skrifa tölvupóst og fleira.
Trúnaðarsamband milli lögmanna og skjól-stæðinga var rætt með tilliti til gervigreindar og farið yfir þau íslensku fyrirtæki sem bjóða lögfræðingum þjónustu. Þetta eru: Jónsbók, Lagaviti, Fordæmi, Lögmennið hjá Fons Juris og nú síðast Denovo.
Þess má geta, í tilefni af heiti þessarar greinar, að Berglind lýsti gervigreindinni eins og rafmagni. Það er þarna og verður hluti af daglegum störfum innan skamms – en ef það hverfur þá verðum við illilega vör við það.
Eyrún Ingadóttir – aðstoðarritstjóri
