Á síðasta starfsári fækkaði félögum í Lög-mannafélaginu um átta; úr 1032 í 1024 og hafa ekki verið færri síðan 2013. Nýir félagsmenn voru 28 en 32 leystu til sín eldri málflutningsréttindi. Alls fóru 68 lögmenn af félagaskrá en þar af felldi sýslumaður niður réttindi eins lögmanns að kröfu félagsins þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði 12. gr. lögmannalaga nr. 77/1998.
Lögmenn með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum eru 645 en þar af hefur 101 lögmaður réttindi til málflutnings fyrir Landsrétti og 277 lögmenn með réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti. 15 félagsmenn öðluðust réttindi til málflutnings fyrir Landsrétti á starfsárinu og fimm fyrir Hæstarétti.
Alls eru 578 lögmenn sjálfstætt starfandi og 145 fulltrúar. Hjá fyrirtækjum og stofnunum starfar 261 lögmaður, þar af 73 hjá ríki eða sveitarfélögum og 188 hjá fyrirtækjum og félagasamtökum. Af þeim starfa 59 hjá bönkum og fjármálafyrirtækjum.
Þá stendur fjöldi kvenna í LMFÍ í stað en konur eru 31,9% félaga, eða 327 talsins, en voru 30,2% félaga árið 2015.
Nánar má lesa í ársskýrslu LMFÍ sem verður send til félaga fyrir aðalfund.
Eyrún Ingadóttir – aðstoðarritstjóri