Eins og sjá má þá rokkar fjöldi þátttakenda námskeiða milli ára en á vorönn 2025 sóttu 412 manns námskeiðin og ef að líkum lætur munu fjöldamet falla.

Ef fram heldur sem horfir mun metfjöldi þátttakenda sækja námskeið félagsdeildar LMFÍ árið 2025.

Félagsdeild Lögmannafélags Íslands stendur árlega fyrir tugum námskeiða fyrir lögmenn og lögfræðinga en að jafnaði sækja um 400 manns námskeiðin á ári. Á vorönn 2025 sóttu hins vegar 412 þátttakendur þau 19 námskeið sem voru í boði en ástæðuna  má fyrst og fremst rekja til námskeiðs um gervigreind sem haldið var alls fimm sinnum með um 100 þátttakendum.

Alls hafa 14 námskeið hafa verið skipulögð fyrir haustönn 2025 (sjá hér) Flest námskeið félagsins eru „hybrid“ – þ.e.a.s. bæði í boði að mæta á staðinn og vera í fjarfundi. Sú leið hefur reynst vel enda er hluti félagsmanna á landsbyggðinni sem sækir námskeiðin.

Þar sem Lögmannafélagið er að flytja úr Álftamýrinni þá hefur verið samið við Garðyrkjufélag Íslands um að leiga sal í þeirra eigu sem er í Síðumúla 1, 108 Reykjavík.

Þess má geta að félagar í LMFÍ, sem eru í félagsdeild, fá ríflegan afslátt af námskeiðunum eða sem nemur 40% og er aðild því fljót að borga sig. Að sama skapi fá félagar í LÍ og LMFÍ 20% afslátt.

Námskeið haustsins

September

Grunnnámskeið í notkun gervigreindar – 18. september 2025 (fjarnámskeið)

Á þessu grunnnámskeiði verður farið yfir hvernig lögfræðingar geta nýtt sér gervigreindina í störfum sínum. Hver eru tækifærin og hverjar eru takmarkanirnar? Hvað er ChatGPT og hver er munurinn á ChatGPT og öðrum lausnum?

Nánari upplýsingar

Riftun verksamninga – 23. september 2025

Fjallað verður um riftun verksamninga í mannvirkjaframkvæmdum og lögð áhersla á að varpa ljósi á þau sérsjónarmið sem koma til álita við beitingu úrræðisins í verktakarétti. Umfjöllunin mun einkum hverfast um ákvæði íslenska staðalsins ÍST-30 en til samanburðar verður einnig …

Nánari upplýsingar

Fjölmiðlanámskeið fyrir lögfræðinga – 30. september 2025

Hagnýtt námskeið um fjölmiðlaumhverfið og hvernig sé best að nálgast hvern miðil fyrir sig. Ítarlega er farið yfir ólík markmið hvers miðils og stemningu ólíkra þátta eða miðla. Einnig skoðum við viðbúnar lengdir viðtala, ólíka markhópa, hlustunartölur og muninn á framkomu í sjónvarpi, útvarpi eða …

Nánari upplýsingar

Október

Ábyrgðartryggingar – 2. október 2025

Á námskeiðinu verður fjallað ítarlega um ábyrgðartryggingar, sem er sú tegund vátrygginga, sem hvað mesta þýðingu hefur í starfi flestra lögmanna. Fyrst verður fjallað með almennum hætti um ábyrgðartryggingar, uppruna þeirra, eðli og tilgang. Rakið verður …

Nánari upplýsingar

Straumar og stefnur í verktakarétti – 14. október 2025

Fjallað verður um þróun á nokkrum sviðum verktakaréttar s.s. um beitingu tafabóta, notkun nýrra samningsforma, og úrlausn ágreiningsmála. Þá verður farið yfir valin efni sem snerta viðbótarkröfur verktaka, meðal annars um …

Nánari upplýsingar

Kaup og sala fyrirtækja – 21. október 2025

Farið verður yfir aðdraganda og undirbúning við kaup og sölu fyrirtækja sem og helstu skjöl sem útbúin eru og nýtt í tengslum við slík kaup, en áhersla verður lögð á sölu fyrirtækja sem …

Nánari upplýsingar

Helstu atriði í verðmati fyrirtækja –  22. október 2025

Tilgangur námskeiðsins er að aðilar skilji helstu aðferðir til að leggja mat á virði fyrirtækja. Þar sem námskeiðið er stutt verður áhersla lögð á skilning á sjóðsstreymisverðmati umfram …

Nánari upplýsingar

Veikindaréttur – 28. október 2025

Fjallað verður um veikindarétt starfsmanna og hlutverk trúnaðarlækna. Hvenær á starfsmaður rétt á launum og hvenær ekki? Gilda sömu samningar um

Nánari upplýsingar

Nóvember

Höfundaréttur í hnotskurn – 4. nóvember 2025

Námskeiðið er annað í röðinni í námskeiðslínu um höfundarétt. Að þessu sinni verður fjallað um sæmdarrétt og takmarkanir á höfundarétti vegna …

Nánari upplýsingar

Úrskurðarnefnd vátryggingamála: Hvernig má gera betur? – 6. nóvember 2025

Úrskurðarnefnd vátryggingamála afgreiðir milli 400 og 500 mál árlega. Málin koma ýmist beint frá almenningi eða í gegnum lögmenn. Á námskeiðinu verður farið yfir undirbúning mála, gagnaöflun og …

Nánari upplýsingar

Starfslok opinberra starfsmanna – 11. nóvember 2025

Áhersla verður á yfirlit og túlkun réttarreglna sem fram koma í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, með samanburði við réttarstöðu starfsmanna sveitarfélaganna þar sem …

Nánari upplýsingar

Námskeið fyrir matsmenn – 12. og 13. nóvember 2025

Lögmannafélag Íslands og dómstólasýslan standa fyrir námskeiði fyrir dómkvadda matsmenn. Farið verður yfir hlutverk matsmanna og starf þeirra frá dómkvaðningu og þar til þeir skila matsgerð og/eða mæta fyrir dóm. Þá verður farið yfir ákvæði einkamálalaga sem varða störf matsmanna og samningu …

Nánari upplýsingar

Aðgreining vægs heilaáverka, áfallastreitu og annars konar vanda í kjölfar slysa eða árása: Er þetta alltaf mögulegt? – 20. nóvember 2025

Erfitt getur verið að aðgreina einkenni vægs heilaáverka frá öðrum heilsufarsvanda. Taugasálfræðingar eru stundum fengnir til að aðstoða við slíkt mat ásamt öðrum. Á námskeiðinu verður fjallað um einkennaskörun vægs heilaáverka, krónískra verkja …

Nánari upplýsingar

Desember

Eignarnám frá A til Ö – 2. og 4. desember 2025

Á námskeiðinu verður farið yfir eignarnámsframkvæmd í þrengri merkingu eða þegar maður eða lögaðili er sviptur eignarréttindum sínum á grundvelli sérstakrar lagaheimildar þar að lútandi í þágu almannahagsmuna og gegn…

Nánari upplýsingar