Í apríl síðastliðnum útskrifuðust 18 lögfræðingar af námskeiði til öflunar málflutningsréttinda en líkt og áður hafði Lögmanna-félagið umsjón með framkvæmd þess.
Alls 42 lögfræðingar sátu námskeiðið, sem stóð frá febrúar til apríl, en á fyrra námskeiði starfsársins, sem haldið var frá september til nóvember 2024, náðu 12 lögfræðingar tilskyldum árangri af 32 þátttakendum.
Alls luku því 30 lögmannsefni tilskyldum árangri í vetur – 18 karlar og 12 konur, eða 40,5% þeirra sem skráð voru til þátttöku.

Þátttakendur hafa:
Tileinkað sér almenna þekkingu á íslenskum lögum til að geta stundað lögmannsstörf.
Öðlast þjálfun við að leysa úr helstu álitaefnum sem koma til kasta lögmanna.
Öðlast þjálfun við að flytja mál fyrir dómi og leysa af hendi önnur lögmannsstörf.
Öðlast þekkingu á hlutverki lögmanna, réttindum þeirra og skyldum.
Kynnst starfsemi Lögmannafélags Íslands og úrskurðarnefndar lögmanna.
Kristín Jóna Þorsteinsdóttir