Það er ekki ofsögum sagt að heimsmyndin hefur breyst á stuttum tíma. Frá því að vera fremur friðsæl yfir í heim þar sem ríki margfalda fjárveitingar til öryggis- og varnarmála, tollastríð vofir yfir og alþjóðareglur virðast stundum upp á punt.

Það er eðlilegt að við stöldrum við. Evrópa er að vígvæðast og efla varnir sínar. Á vettvangi stjórnmálanna eru öryggis- og varnarmál ofar á dagskrá en áður. Ísland er eina NATO ríkið sem ekki er með sinn eigin her, en við njótum verndar á grundvelli varnarsamningsins frá 1951 við Bandaríkjamenn og aðildar okkar að Atlantshafsbandalaginu.

Fyrir Alþingi liggur nú tillaga til þings-ályktunar um stefnu í varnar- og öryggismálum. Markmið hennar er að tryggja sjálfstæði, fullveldi, lýðræðislegt stjórnarfar, friðhelgi landamæra Íslands, öryggi borgaranna og vernd stjórnkerfis og mikilvægra innviða sam-félagsins gegn hernaðarlegri ógn.

Þar er fjallað um aukið alþjóðlegt sam-starf, að styrkja og efla samvinnu helstu samstarfsríkja Íslands. Ég er sannfærð um að svarið í þessum aðstæðum er að efla alþjóðlegt samstarf núna í stað þess að draga úr því. Ég er sannfærð um við erum sterkari í samvinnu við aðrar þjóðir.

Í stefnunni kemur einnig fram að tryggja þurfi  innlenda getu og viðbúnað, mannauð, áætlanir, varnarmannvirki og búnað til að mæta öryggisáskorunum. Að efla þurfi áfallaþol íslensks samfélags, almannavarnir og vernd borgara gagnvart hernaðarógnum. En það er kemur jafnframt fram að auka þurfi greiningargetu og upplýsingamiðlun um áskoranir og ógnir sem geta haft áhrif á Ísland.

Allt er þetta rétt.

Ég hef orðið vör við að almenningur er feiminn og jafnvel smeykur við umræðuna um öryggis- og varnarmál. Ég get vel skilið að hinn almenni maður hugsi um stríð og her og að Ísland sé að blanda sér í átök þegar rætt er um varnir Íslands í fjölmiðlum. Ísland er herlaust land og verður það áfram. Hér er enginn innlendur her og verður ekki. Ísland er á sama tíma skuldbundið til að verja 1,5% af vergri landsframleiðslu til öryggis- og varnarmála. Þeir fjármunir verða ekki síst nýttir til að styrkja borgaralega innviði. Það er grundvallaratriði að styrkja borgaralegan viðbúnað;  landhelgisgæslu, löggæslu og almanna-varnakerfið í heild. Ég er fullviss um að þjóðin er sammála þessum markmiðum.

Ég er sannfærð um við erum sterkari í samvinnu við aðrar þjóðir.

Heimsmyndin hefur breyst og fólk tekur eftir því. Og fólk treystir borgaralegum inn-viðum. Það hefur líklega aldrei verið jafn mikilvægt að styrkja almannavarnir og nú. Hinir borgaralegu innviðir eru fyrsta lína varnar. Það er enda í samræmi við NATO viðmið. Til þess að koma í veg fyrir eða draga úr neikvæðum áhrifum áfalla skiptir höfuðmáli að búa yfir öflugu almanna-varnakerfi og öflugum borgaralegum innvið-um. Grunnurinn að því er áfallaþolið sam-félag, þar sem öll svið samfélagsins eru í stakk búin til að takast með samræmdum hætti á við fjölbreyttar áskoranir. Frumvarp til nýrra heildarlaga um almannavarnir eru mikilvægur liður í því að styrkja áfallaþol samfélagsins í heild sinni. Frumvarpið miðar að því að efla almannavarnakerfið, styrkja það sem vel gengur og bæta það sem betur má fara.

Á sama tíma er virk þátttaka í alþjóðlegu sam-starfi jafnframt stórt öryggismál. Ísland er og verður virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi.

Í áðurnefndri stefnu í varnar – og öryggis-málum sem liggur fyrir Alþingi segir orðrétt:

„Frelsið er ekki sjálfgefið. Það þarf að varð-veita frelsið, hafa fyrir því og vernda, ekki síst þegar að því er vegið. Ísland þarf, líkt og önnur bandalagsríki, að horfast í augu við nýjan veruleika og endurmeta nálgun sína í öryggis- og varnarmálum. Ísland verður að treysta varnir sínar með áframhaldandi öflugri samvinnu við bandamenn sem vilja, líkt og Íslendingar, virða fullveldi annarra ríkja, landamæri og alþjóðalög ásamt því að standa vörð um lýðræði, mannréttindi og frjáls samfélög. Ísland verður að efla eigin getu, viðbúnað og innviði og taka ábyrgð á öryggi landsins og vörnum eins og kostur er, og leggja sitt af mörkum til að stuðla að sameiginlegu öryggi bandalagsríkjanna. Samhliða er nauðsynlegt að byggja upp borgaralegt áfallaþol en undanfarna áratugi hefur verið lögð aukin áhersla á áfallaþol samfélaga sem órofa hluta af vörnum og öryggi ríkja.“

Ísland hefur haldið fast í þau grundvallar-gildi sem einkenna framsækið og frjálslynt samfélag. Við búum við lýðræði, erum réttar-ríki með stöndugt réttarkerfi og berum djúpa virðingu fyrir mannréttindum. Þessi gildi eru þó ekki sjálfgefin. Þeim þarf að viðhalda og minna sífellt á mikilvægi þeirra.

Og fólk treystir borgaralegum innviðum. Það hefur líklega aldrei verið jafn mikilvægt að styrkja almannavarnir og nú.

Það er nauðsynlegt að við horfumst í augu við þær áskoranir sem fram undan eru. Við verðum að styrkja öryggi okkar og varnir. Verðum að efla borgaralega innviði, auka öryggi almennings og viðhalda því góða samfélagi við höfum búið til á Íslandi, þar sem við njótum frelsis, friðar og öryggis. ¨

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra