Fimmtudaginn 9. október síðastliðinn var Róbert Ragnar Spanó lögmaður gerður að „barrister” frá the Middle Temple í London. Er Róbert einn af fáum útlendingum í sögunni sem fengið hafa fulla undanþágu vegna fyrri starfa frá skilyrðum þess að hljóta málflutningsleyfi fyrir dómstólum í Englandi og Wales, þar á meðal fyrir Hæstarétti Bretlands.
Róbert var dómari við Mannréttindadómstól Evrópu 2013-2022 og þar af forseti dómstólsins 2020-2022. Róbert er einn af eigendum alþjóðlegu Lögmannsstofunnar GIBSON DUNN og starfar í útibúi hennar í París. Lögmannablaðið óskar Róberti til hamingju með vegsemdina.