Í lok mars 2025 sendi stjórn Lögmannafélagsins dómsmálaráðherra bréf í tengslum við sáttmála Evrópuráðsins til verndar lögmannastéttinni, sem ráðið samþykkti fyrr á þessu ári.
Í bréfinu var bent á mikilvægi sáttmálans sem bæði eigi eftir að hafa víðtæk og jákvæð áhrif á starfsumhverfi lögmanna í aðildarríkjum Evrópuráðsins, en lögmenn hafi víða þurft að sæta áreiti, ógnunum og jafnvel árásum vegna starfa sinna. Var bent á mikilvægi þess að íslensk stjórnvöld stæðu með frjálsri og óháðri lögmannastétt í Evrópu og staðfestu sáttmálann með formlegum hætti.
Í apríl 2025 samþykktu svo Norrænu lög-mannafélögin að senda sameiginlega áskorun til stjórnvalda í viðkomandi ríkjum þar sem skorað var þau að staðfesta sáttmálann. Nú í byrjun maí upplýsti dómsmálaráðherra Lögmannafélagið um að íslensk stjórnvöld hefðu ákveðið að staðfesta sáttmála Evrópuráðsins og að það kæmi í hlut utanríkisráðherra að undirrita hann við formlega athöfn í Lúxemborg þann 14. maí.