Í byrjun árs 2025 hóf Kristín Jóna Þorsteinsdóttir störf á skrifstofu LMFÍ sem stafrænn sérfræðingur. Hennar hlutverk verður að koma félaginu í átt að nútímanum varðandi samfélagsmiðla, heimasíðu og Lögmannablað auk annarra skrifstofustarfa.
Kristín er í 40% starfi á móti sínum eigin rekstri hjá Bongo Design þar sem hún býður upp á prent- og stafrænar hönnunarlausnir, SEO og vefhönnun.
Kristín Jóna hefur lokið iðnmeistaraprófi í grafískri miðlun, diplóma frá Margmiðlunarskólanum og viður-kenndu námi í stafrænni markaðssetningu og vefstjórnun frá Akademias. Kristín Jóna hefur starfað við umbrot, hönnun, vefvinnslu og stafræna markaðssetningu ásamt greiningu á vefgögnum.
Kristín Jóna hefur um árabil lamið húðir sem slagverksleikarinn „Stína Bongo“ en undanfarið leyst út dulda ástríðu fyrir umbroti á ársskýrslum og að flokka og greina gögn.
Eyrún Ingadóttir – aðstoðarritstjóri