Í tugi ára hefur Lögmannafélag Íslands haldið úti Lögmannavaktinni yfir vetrartímann en þá sinna félagsmenn ókeypis ráðgjöf fyrir almenning. Fram til 2019 komu lögmenn og skjólstæðingar í húsnæði félagsins en eftir það hefur ráðgjöfin verið veitt símleiðis.

Lögmannavaktin var með svipuðu sniði árið 2024 og áður en um 300 manns sóttu ráðgjöf um réttarstöðu sína á þeim átta mánuðum sem hún var í boði.